Efnisorð » Drykkir

Þorra Kaldi 2016

Hefst þá stysta bjórtíðin á árinu, Þorrabjóratíðin. Raunar hófst hún á Bóndadaginn en ég er aðeins seinn í þessu, aldrei þessu vant. Þorrabjórarnir eru, í mínum huga, nokkuð skondið fyrirbæri því bæði er þetta alveg séríslenskt og svo eru þetta mestmegnis bjórar sem á einn eða annan hátt fanga hugtakið og hugmyndina um Þorra. 367 more words

Drykkir

Þorrabjórasmakk 2016

Þorrinn er kominn með tilheyrandi blótum og ógeðslegum mat og góðum bjór. Eins og með annan árstíðarbundinn bjór komum við saman nokkur og smökkuðum, gáfum einkunnir eftir okkar bestu getu og höfðum gaman. 492 more words

Drykkir

Samuel Adams Latitude 48 IPA og Rebel IPA

Ég held ég sé ekki að ljúga neitt of mikið þegar ég segi að Bandaríkin séu frjóasta og mest spennandi svæðið í heiminum þegar kemur að ör- og handverksbruggi. 1.024 more words

Drykkir

Chivas Regal 12 og 18 ára

Þessi grein hefur verið lengi á leiðinni enda vinskapur minn og Chivas farinn að telja nokkur ár. Við getum því byrjað á að leggja spilin á borðið og segja að ég er ekki fullkomlega hlutlaus, mér þykir nefnilega dulítið vænt um þennan sopa. 1.121 more words

Drykkir

Martell VSOP Medaillon

Um daginn prófaði ég að sötra smá koníak sem er nokkur útúrdúr fyrir mig þar sem viskí er iðulega mitt fyrsta val. Þetta var nokkuð sem mig langaði að reyna þar sem ég hef verið að víkka út sjóndeildarhringinn þegar kemur að spírum, hef mikið verið í rommi upp á síðkastið og rommtengdum pælingum og þar með aftur kominn með ágætis „pallettu“ fyrir hinni auknu sætu sem maður gjarnan rekur sig á þegar leitað er út fyrir heim viskísins. 555 more words

Drykkir

Samuel Adams Winter Lager 2015

Þá er komið að seinustu jólabjóragreininni í ár en alls ekki þeirri sístu. Ég geymdi nefnilega dulítið góðgæti þar til seinast; góðgæti sem klárlega er vert að benda á því enn er nóg eftir í Vínbúðinni: Hinn árlega vetrarlager frá stærsta litla brugghúsi í heimi. 506 more words

Drykkir

Jólabrennivín 2015

Brennivínið hefur aldeilis fengið endurnýjun lífdaga á liðnu ári. Það sem eitt sinn var hallærislegur steingerfingur íslenskrar drykkjuómenningar, eingöngu finnanlegur í vösum smalamanna og aldraðra bænda með sultardropa og neftóbakstauma, er nú orðinn að sérlega móðins spíra er finna má á flottustu kokteilbörum um allan heim. 402 more words

Drykkir